Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að bæta við enn einu grunnnámskeiði á Grandi101 helgina 9.-10. september frá kl. 13:00- 16:00.
Á námskeiðinu verður farið í allar helstu grunnæfingar (m.a. ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, ketilbjölluæfingar og fimleikaæfingar) og leiðir til að aðlaga æfingar að hverjum og einum til að vera sem best undirbúin/n fyrir opnu tímana hjá okkur. Í opnu tímunum heldur kennslan að sjálfsögðu áfram og byggt verður ofan á þann grunn sem farið er í á grunnnámskeiðinu.
*ATH! Í haust verður gerð sú krafa á Granda að þeir sem ekki hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit eða fylgt sambærilegu æfingakerfi fari í gegnum slíkt námskeið áður en mætt er í almennu tímana.

Athugasemdir

athugasemdir