Skip to content
Grunnur101
Þetta lokaða fjögurra vikna námskeið er frábær leið fyrir fólk á öllum aldri sem vill einfaldar en fjölbreyttar æfingar (styrkur og úthald) á rólegra tempói eða er að koma sér af stað aftur eftir pásu eða meiðsli. Á námskeiðinu er farið sérstaklega vel í allar grunnæfingar og áhersla lögð á góðan undirbúning fyrir allar þær hreyfingar sem við framkvæmum í okkar daglega lífi. Þátttakendur eru enn fremur kynntir fyrir þeim æfingum sem stundaðar eru í öðrum opnum tímum (Þrek101 og Styrkur101) á Granda101 en þeir hafa einnig aðgang að öllum opnum tímum þær vikur sem námskeiðið fer fram. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:05-19:05.
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 24. maí og stendur til og með 21. júní 2022.
Þjálfari: Elín Jónsdóttir
Ath! Þeir sem eru að halda áfram eftir nýlokið námskeið fá 20% afslátt (setja með í athugasemd).
Nánari upplýsingar á namskeid@grandi101.is