Við byrjum með nýtt námskeið í lok janúar 2019, LifeFit, þar sem áhersla er á alhliða styrktaræfingar og hreyfiteygjur.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fara rólega af stað og auka styrk og liðleika undir leiðsögn reyndra þjálfara.

Tilvalið fyrir fólk sem hefur glímt við meiðsli og/eða hefur ekki stundað sambærilega þjálfun í einhvern tíma og vill koma sér af stað.

Tímarnir fara fram tvisvar í viku eða á þriðjudögum og fimmtudögum, í fjórar vikur, frá klukkan 16:30 – 17:30.

Takmarkað pláss í boði.

Verð: 13.990kr.

Skráning er hafin á namskeid@grandi101.is eða í síma 620-0606.