lifefit – EXTRA

6 vikna námskeið fyrir þá sem eru að byrja aftur eftir hlé eða meiðsli.

Taktu heilsuna föstum tökum með breyttum lífsstíl.

LifeFit Extra er hnitmiðað æfingakerfi þar sem áhersla er lögð á að byggja sterkan og góðan grunn þar sem unnið er bæði með eigin líkamsþyngd og lóðum. Æfingarnar taka mið af þörfum hópsins þar sem hver og einn getur unnið á sínum hraða og tekið réttu skrefin í átt að markmiðum sínum. Markmið námskeiðsins er að bæta styrk, þol, hreyfifærni og liðleika en umfram allt að auka vellíðan og heilsu.

Aðeins 16 manns eru í hópnum, þar sem hver og einn fær gott aðhald og leiðbeiningar frá þjálfara jafnt innan sem utan tímans.

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna okkar:

Æfingar fara fram á Granda101 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 – 17:30

Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Heimaprógram x1 í viku
  • Næringarráðgjöf
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hóp sem inniheldur æfingamyndbönd og hvetjandi pósta
  • Aðgengi að þjálfurum í gegnum tölvupóst

Frekari upplýsingar gefa:

Daníel, daniel@grandi101.is

Anna, anna@grandi101.is