Teygjur101
Sérstök áhersla á teygjur til að koma líkamanum í betra líkamlegt og andlegt jafnvægi. Liðleiki er fyrsta skrefið í átt að líkamlegu jafnvægi og því er einstaklega mikilvægt að huga vel að góðum teygjum – sem undirbúa líkamann undir allar aðrar æfingar og átök.
Tíminn er settur upp á eftirfarandi hátt:
- Öndun og jarðtenging. Hér er taugakerfinu komið í rétt ástand fyrir markmið tímans sem er liðleiki og streitulosun.
- Teygjur, vefjalosun og stöðuleiki.
- Djúpslökun og tónheilun.
Tíminn er samblanda af nokkrum mismunandi hugmyndafræðum:
- SOMA öndun
- Integrated Movement Science
- Yoga
- Work-in (Qigong/Tai/Chi)
- Tónheilun