Teygjur101

Það er loksins komið að því!

Við hjá Holistic ætlum að halda vikulega tíma í vetur þar sem fókusinn verður settur á mikilvægar teygjur til þess að koma líkamanum í frekara líkamlegt og andlegt jafnvægi. Við lifum í samfélagi þar sem streitan er mikil og sjáum við því mikla þörf fyrir tímum sem þessum. Þar sem liðleiki er fyrsta skrefið í átt að líkamlegu jafnvægi viljum við leggja okkar af mörkum til þess að gera meðlimi Granda101 ennþá liðugri og þar af leiðandi hraustari í gegnum Teygjur101.

Tíminn er settur upp á eftirfarandi hátt:

  1. Öndun og jarðtenging. Hér komum við taugakerfinu í rétt ástand fyrir markmið tímans sem er liðleiki og streitulosun.
  2. Teygjur, vefjalosun og stöðuleiki.
  3. Djúpslökun og tónheilun.

Tíminn er samblanda af nokkrum mismunandi hugmyndafræðum:

  1. SOMA öndun
  2. Integrated Movement Science
  3. Yoga
  4. Work-in (Qigong/Tai/Chi)
  5. Tónheilun

Hlökkum til að sjá ykkur í tíma,

Knús og kram,

Holistic & Grandi101