Nýr þjálfari hefur hafið störf hjá okkur á Granda101. Hann heitir Eyþór Ingi og er ÍAK styrktarþjálfari, með CrossFit L1 og hefur starfað við ýmislegt tengt þjálfun undanfarin ár, m.a. sem þjálfari hjá CrossFit Suðurnes, íþróttakennari í grunnskóla og þjálfað ólympískar lyftingar hjá UMFN. Eyþór stundar nám við sálfræði í HR.
Við bjóðum Eyþór hjartanlega velkominn í þjálfarateymið okkar 🙂