Enn bætist við þjálfarateymið hjá okkur á Granda101 og nýjasti þjálfarinn er enginn annar en Daníel Þórðarson eða Danni eins og hann er gjarnan kallaður.
Danni hefur ýmislegt til lista lagt en er einna þekktastur fyrir árangur sinn í hnefaleikum en hann var meðal annars valinn hnefaleikamaður Íslands árið 2004 og varð Íslandsmeistari í sömu íþrótt árið 2009. Ásamt því að hafa kennt hnefaleika ogfitnessbox í næstum áratug hefur Danni fjölda námskeiða að baki sér og má þar nefna námskeið í slökun og CrossFit L1. Danni starfaði sem Bootcamp þjálfari í 3 ár og CrossFit þjálfari í 5 ár og starfaði jafnframt sem einkaþjálfari samhliða því. Hann hefur tekið þátt í fjölda CrossFit- og þrekmóta bæði hérlendis og erlendis og keppti meira að segja í Fitness- þó eingöngu vegna þess hve skemmtilegt honum finnst að taka upphífingar og dýfur 😉
Vertu hjartanlega velkominn í teymið okkar á Granda101 Danni