Grunnnámskeið: Fer fram 27.-28. ágúst 2022
Tilvalin leið til að koma sér af stað eftir langa pásu eða meiðsli!
Á námskeiðinu er farið í allar helstu tækni- og grunnæfingar í lyftingum, fimleikum og þrekæfingum til að fá sem bestan undirbúning fyrir opnu tímana hjá okkur á Granda101. Í opnu tímunum heldur kennslan áfram og byggt er ofan á þann grunn sem farið er í á grunnnámskeiðinu. Námskeiðið fer fram bæði laugardag og sunnudag kl. 11:30 15:00. Eftir námskeiðið tekur við mánaðarkort í stöðina en þá hefur korthafi aðgang að öllum opnum tímum.
Þjálfari: Jakobína Jónsdóttir
Grunnnámskeið og mánaðarkort: 32.990kr
ATH! Skráning er bindandi.