Skip to content
Þrek- og þolnámskeið fyrir börn með astma
Þrek- og þolnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með astma
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað börnum með astma þar sem áhersla er lögð á að börn fái að kanna og víkka mörk sín í hreyfingu. Hreyfing og bætt þol eru lykilþættir í að halda astma í skefjum og því gífurlega mikilvægt að vinna í. Áhersla verður lögð á skemmtilega hreyfingu í öruggu rými með það að markmiði að börnin nái færni í að skilja og upplifa mun á annars vegar eðlilegri mæði við áreynslu og hins vegar astmakasti. Þá verður farið í öndunaræfingar og öndunarstjórnun.
Innifalið í námskeiðinu er einnig fræðslukvöld fyrir börn og foreldra.
Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir. Hún er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum en í lokaverkefninu hennar fjallaði hún um kosti og möguleika hópþjálfunar hjá astmaveikum börnum. Steinunn hefur langa og víðtæka reynslu af bæði þjálfun og jógakennslu og hefur meðal annars unnið með styrktarþjálfun barna og unglinga. Þá þekkir hún það vel á eigin skinni hvernig astmi getur haft neikvæð áhrif á líðan og hvernig hreyfing getur dregið úr astmaeinkennum.
Námskeiðið fer fram á Grandi101 og stendur yfir í 5 vikur eða frá mánudeginum 8. júní til og með föstudeginum 10. júlí. Tímarnir fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 14:30 – 15:30 .
Verð: 19.990kr. (hægt að nýta frístundastyrk)
Nánari upplýsingar á steinath@gmail.com