Tímar í boði

Á Grandi101 er boðið uppá mikið úrval þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101, Styrkur101, Ólý (tæknitímar) og fimleikar (tæknitímar) og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Mælt er með því að þeir sem ekki hafa stundað samskonar þjálfun og stunduð er á Grandanum áður fari á grunnnámskeið (sjá á forsíðu) en það er ekki krafa. Hafi fólk ekki tök á að mæta á grunnnámskeið geta þeir mætt strax í opna tíma en mælt er með að fólk byrji í Þrek- og Styrktartímunum.

 

Eigin þjálfun: Nóg pláss er fyrir eigin þjálfun á Grandanum og hægt að nota alla þrjá salina sem eru fullbúnir þegar tímar eru ekki í gangi. 
 
Námskeið: Einnig er boðið upp á lokuð námskeið eins og UnglingaFit, KrakkaFit, MömmuFit, HeldriFit, Konur-leið að betri líðan og SinfóFit
 
Á Granda101 er megináhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.  Markmiðið er að aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættri alhliða heilsu og síðast en ekki síst nánu og skemmtilegu samfélagi.