Tímar í boði
Á Grandi101 er boðið uppá tvenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – CrossFit og GrandaFit og hafa meðlimir aðgang að báðum tímum. Þeir sem hafa ekki æft CrossFit eða samskonar þjálfun áður þurfa að taka alls 10 tæknitíma sem eru rúllandi í stundatöflunni en meðlimum er frjálst að mæta í CrossFit og/eða GrandaFit á sama tíma.
Einnig er boðið upp á lokaða tíma eins og KrakkaFit, MömmuFit og HeldriFit.
Áhersla er lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og síðast en ekki síst skemmtilegu samfélagi.