Fjölbreytt og skemmtileg líkamsrækt fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur).

Markmiðið er að kynna CrossFit æfingaformið fyrir unglingum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu. Áhersla er lögð á líkamsvitund, góða líkamsstöðu, styrk, úthald og liðleika. Eyþór Ingi Einarsson hefur umsjón með tímunum en hann er ÍAK styrktarþjálfari, með CrossFit L1 réttindi og hefur starfað við ýmislegt tengt þjálfun undanfarin ár, m.a. sem þjálfari hjá CrossFit Suðurnes, íþróttakennari í grunnskóla og þjálfað ólympískar lyftingar hjá UMFN.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.

Verð 34.990kr – hægt er að nýta frístundastyrkinn.

Næsta námskeið hefst 15. janúar 2018 og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl.15:30-16:30 í 10 vikur (endar 21. mars). Tekið er á móti skráningum á grandi101@grandi101.is