Við bjóðum upp á fasta tæknitíma í stundatöflu fyrir byrjendur sem og lengra komna. Í tæknitímum er farið ítarlega yfir þær æfingar sem stundaðar eru á Grandi101. Við mælum eindregið með tæknitímum fyrir þá sem ekki hafa æft CrossFit eða sambærilega þjálfun áður og hvetjum einnig þá sem eru lengra komnir og vilja skerpa á tækninni að taka þessa tíma. Skráning í tæknitíma er eins og skráning í aðra tíma í stöðinni og eru þeir opnir öllum meðlimum.