Áhersla er lögð á lengri úthaldsæfingar, mikið er unnið með eigin líkamsþyngd og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól o.s.frv. Engin stöng er notuð í þessum tímum og þess vegna hentar þessi tími afar vel fyrir þá sem eru ekki með mikinn grunn í stangarvinnu.