Æfingastöðin Grandi101

Á Granda101 er aðal áherslan á opna hópatíma undir leiðsögn þjálfara en einnig er boðið upp á lokuð námskeið og einkaþjálfun auk þess sem meðlimir geta æft sjálfir (open gym) þegar salir eru lausir. Boðið uppá þrenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101 og Styrkur101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Einnig er boðið upp á mýkri tíma þar sem fókusinn er á liðleika og slökun (Teygjur101) auk tæknitíma í ólympískum lyftingum (Óý101)og fimleikaæfingum (Fimleikatækni101).Á Granda101 er áhersla lögð á fagmennsku á öllum sviðum, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Markmiðið er að aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með heilbrigðri hreyfingu í nánu og skemmtilegu samfélagi.

Æfingastöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51 í 101 Reykjavík. Gott aðgengi er að stöðinni og nóg af bílastæðum.
Stöðin í heild sinni er rúmar 1.000m2 og eru húsakynnin og aðstaðan í kring eins og best verður á kosið. 

Sjálf æfingaraðstaðan skiptist í tvo stóra sali og einn minni sem hafa að geyma allan þann útbúnað sem þarf til að stunda alhliða heilsurækt. Búningsherbergin eru rúmgóð en þar er að finna kraftmiklar sturtur og kaldan pott (í hvorum klefa). 

Við bjóðum gamla sem og nýja meðlimi hjartanlega velkomna. 

 

Vertu besta útgáfan af þér

Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og skemmtilegu samfélagi. Hjá okkur verður áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.

Hreysti101

Áhersla er lögð á lyftingar (ólympískar- og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar o.s.frv.

Þrek101

Áhersla er lögð á úthaldsæfingar og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar o.s.frv.

Styrkur101

Áhersla er lögð á alhliða styrk. Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. 

Teygjur101

Áhersla er lögð á ólíkar teygjur og jógaæfingar og endað á djúpri slökun. 

Lorem ipsum dolor sit amet...

Lorem ipsum dolor sit amet...

Fiskislóð

Instagram

Error validating access token: The session has been invalidated because the user changed their password or Facebook has changed the session for security reasons.