Æfingastöðin Grandi101

Á Granda101 er boðið uppá þrenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101 og Styrkur101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Áhersla er lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og síðast en ekki síst skemmtilegu samfélagi.

Æfingastöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51 í 101 Reykjavík. Gott aðgengi er að stöðinni og nóg af bílastæðum.
Stöðin í heild sinni er rúmar 1.000m2 og eru húsakynnin og aðstaðan í kring eins og best verður á kosið.

Sjálf æfingaraðstaðan skiptist í tvo stóra sali og einn minni sem hafa að geyma allan þann útbúnað sem þarf til að stunda Functional Fitness.

 

Be The Best You

Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og skemmtilegu samfélagi. Hjá okkur verður áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.

Hreysti101

Áhersla er lögð á lyftingar (ólympískar- og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar o.s.frv.

Þrek101

Áhersla er lögð á úthaldsæfingar og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar o.s.frv.

Styrkur101

Áhersla er lögð á alhliða styrk. Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. 

 

Við erum hér

Fiskislóð

Instagram

MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Haukur Björgvinsson - 31 árs (feels like 23)
•
Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina?
- Ég er búinn að æfa í Granda í eitt og hálft ár. Við @tinnaproppe ákváðum að þetta væri sniðugt því við vorum bæði single og hugsuðum að þarna væri kannski eitthvað potential. Erum samt bara single ennþá. 

Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna?
- Ég mæti alltaf 8.30. Það er frábær hópur sem mætir þá og svo er gott byrja daginn á því besta. 

Hvað finnst þér best við Granda?
- Klárlega þjálfarnir og fólkið sem æfir þarna. Hef æft víða og aldrei komið í jafn fagmannlega og vinalega stöð. Einnig er tónlistin hans @bensibae guðdómleg.

Áttu þér uppáhalds minningu? 
- Ég var búinn að æfa í Granda í uþb tvær vikur þegar @numi80 greip um afturendann á mér og sagði “Ég ætla að gera þennan rass að musteri”. Við höfum verið mjög nánir allar götu síðan. 

Hvað er það klikkaðsta sem þú hefur gert í lifinu? 
- Ég lenti í því að vera næstum því handtekinn og svo rændur af herlögreglunni í Venezúela.  En það slapp og þeir fóru heim einum iPhone ríkari. 

Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? 
- Ég hef búið í Brussel, Montreal og Toronto. Mæli með Montreal. 

Æfðir þú íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir í Granda?
- Ég æfði lengi vel handbolta og fótbolta. Seinna meir fór ég í Box, Kickbox og Jiu Jitsu. 

Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það? 
- Ég er leikstjóri og handritshöfundur. Kostirnir við það eru óteljandi og kannski helst það að maður er alltaf að gera eitthvað nýtt í vinnunni og fær að ferðast til ótal skemmtilegra staða og hitta áhugavert fólk. Ókosturinn er sá að maður tekur þessa vinnu með sér heim og er alltaf að spá í næsta verkefni.
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Haukur Björgvinsson - 31 árs (feels like 23) • Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Ég er búinn að æfa í Granda í eitt og hálft ár. Við @tinnaproppe ákváðum að þetta væri sniðugt því við vorum bæði single og hugsuðum að þarna væri kannski eitthvað potential. Erum samt bara single ennþá. Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna? - Ég mæti alltaf 8.30. Það er frábær hópur sem mætir þá og svo er gott byrja daginn á því besta. Hvað finnst þér best við Granda? - Klárlega þjálfarnir og fólkið sem æfir þarna. Hef æft víða og aldrei komið í jafn fagmannlega og vinalega stöð. Einnig er tónlistin hans @bensibae guðdómleg. Áttu þér uppáhalds minningu? - Ég var búinn að æfa í Granda í uþb tvær vikur þegar @numi80 greip um afturendann á mér og sagði “Ég ætla að gera þennan rass að musteri”. Við höfum verið mjög nánir allar götu síðan. Hvað er það klikkaðsta sem þú hefur gert í lifinu? - Ég lenti í því að vera næstum því handtekinn og svo rændur af herlögreglunni í Venezúela. En það slapp og þeir fóru heim einum iPhone ríkari. Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? - Ég hef búið í Brussel, Montreal og Toronto. Mæli með Montreal. Æfðir þú íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir í Granda? - Ég æfði lengi vel handbolta og fótbolta. Seinna meir fór ég í Box, Kickbox og Jiu Jitsu. Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það? - Ég er leikstjóri og handritshöfundur. Kostirnir við það eru óteljandi og kannski helst það að maður er alltaf að gera eitthvað nýtt í vinnunni og fær að ferðast til ótal skemmtilegra staða og hitta áhugavert fólk. Ókosturinn er sá að maður tekur þessa vinnu með sér heim og er alltaf að spá í næsta verkefni.
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Heiðdís Hafþórsdóttir - 26 ára
• 
Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda, og af hverju valdir þú Granda? 
- Frá fyrsta degi. @ingathors vinkona mín plataði mig til þess að kaupa kort og prufa með sér. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. 💙 

Klukkan hvað mætirðu oftast? Af hverju finnst þér best að mæta þá? 
- Oftast klukkan 17:30. Okkur vinkonunum finnst svolítið gaman að æfa saman og komumst lang flestar á þeim tíma. 🥰 

Hvað finnst þér best við Granda? 
- Þjálfararnir (SO á @alexandraasgeirs , @annagudsig , @bryndisjonsd , @elinjons_ og @valdisbjarnad ), starfsfólkið, meðlimirnir, æfingarnar, teygjusvæðið og sófinn. Sem sagt allt. 💙 

Er einhver æfing sem þig langar mikið til að læra eða verða betri í? 
- Já, alveg bara mjög margar. Langar t.d. að verða betri í fimleikaæfingunum og í snatchi. ☺️ 

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? 
- Heim til Húsavíkur.

Hvers saknaðirðu mest í samkomubanninu? 
- Granda. Ekki spurning. 💙

Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? 
- Já. Skíði, handbolta og fótbolta sem barn. Fór einnig á eina fimleikaæfingu og sé það í dag að ég hefði átt að fara á fleiri slíkar. 🙄 

Við hvað vinnur þú og hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast við þá vinnu? 
- Ég er félagsráðgjafi og vinn á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Skemmtilegast er þegar vel gengur að vinna krefjandi mál og það leiðinlegasta er Landspítala maturinn í hádeginu. 

Þegar þú varst lítil hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
- Lögga. Og ætla það ennþá. 

Uppáhalds litur? 
- Grænn. 

Ertu Víðir, Alma eða Þórólfur? 
- Mikill Víðir. 

Ertu oftast of sein eða of snemma? 
- Alltaf of snemma.

Uppáhalds æfing/hreyfing? 
- Snatch. Mæli ekkert sérstaklega með því að halda mest upp á tæknilegustu hreyfinguna. 🙄

Þrek, Styrkur eða Hreysti? 
- Verð að segja Hreysti. Mæti samt í Styrk einu sinni í viku og Þrek þegar mér líst ekkert á Hreysti æfinguna. 😅
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Heiðdís Hafþórsdóttir - 26 ára • Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda, og af hverju valdir þú Granda? - Frá fyrsta degi. @ingathors vinkona mín plataði mig til þess að kaupa kort og prufa með sér. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. 💙 Klukkan hvað mætirðu oftast? Af hverju finnst þér best að mæta þá? - Oftast klukkan 17:30. Okkur vinkonunum finnst svolítið gaman að æfa saman og komumst lang flestar á þeim tíma. 🥰 Hvað finnst þér best við Granda? - Þjálfararnir (SO á @alexandraasgeirs , @annagudsig , @bryndisjonsd , @elinjons_ og @valdisbjarnad ), starfsfólkið, meðlimirnir, æfingarnar, teygjusvæðið og sófinn. Sem sagt allt. 💙 Er einhver æfing sem þig langar mikið til að læra eða verða betri í? - Já, alveg bara mjög margar. Langar t.d. að verða betri í fimleikaæfingunum og í snatchi. ☺️ Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? - Heim til Húsavíkur. Hvers saknaðirðu mest í samkomubanninu? - Granda. Ekki spurning. 💙 Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? - Já. Skíði, handbolta og fótbolta sem barn. Fór einnig á eina fimleikaæfingu og sé það í dag að ég hefði átt að fara á fleiri slíkar. 🙄 Við hvað vinnur þú og hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast við þá vinnu? - Ég er félagsráðgjafi og vinn á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Skemmtilegast er þegar vel gengur að vinna krefjandi mál og það leiðinlegasta er Landspítala maturinn í hádeginu. Þegar þú varst lítil hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? - Lögga. Og ætla það ennþá. Uppáhalds litur? - Grænn. Ertu Víðir, Alma eða Þórólfur? - Mikill Víðir. Ertu oftast of sein eða of snemma? - Alltaf of snemma. Uppáhalds æfing/hreyfing? - Snatch. Mæli ekkert sérstaklega með því að halda mest upp á tæknilegustu hreyfinguna. 🙄 Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Verð að segja Hreysti. Mæti samt í Styrk einu sinni í viku og Þrek þegar mér líst ekkert á Hreysti æfinguna. 😅