Æfingastöðin Grandi101

Á Granda101 er boðið uppá þrenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101 og Styrkur101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Áhersla er lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og síðast en ekki síst skemmtilegu samfélagi.

Æfingastöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51 í 101 Reykjavík. Gott aðgengi er að stöðinni og nóg af bílastæðum.
Stöðin í heild sinni er rúmar 1.000m2 og eru húsakynnin og aðstaðan í kring eins og best verður á kosið.

Sjálf æfingaraðstaðan skiptist í tvo stóra sali og einn minni sem hafa að geyma allan þann útbúnað sem þarf til að stunda Functional Fitness.

 

Be The Best You

Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og skemmtilegu samfélagi. Hjá okkur verður áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.

Hreysti101

Áhersla er lögð á lyftingar (ólympískar- og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar o.s.frv.

Þrek101

Áhersla er lögð á úthaldsæfingar og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar o.s.frv.

Styrkur101

Áhersla er lögð á alhliða styrk. Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. 

 

Við erum hér

Fiskislóð

Instagram

STARFSMANNAKYNNING
•
Sara Bjarnason - 27 ára - Móttaka
•
Hvað ertu búin að vinna hér lengi?
-Í svona klukkutíma og korter

Hvers vegna byrjaðir þú að vinna hér?
-Það hentaði vel með skólanum og svo elska ég stemninguna í iðnaðarhúsum. Háklassa æfingaraðstaða líka.

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna?
-18:30, rólegt, fámennt og fólk komið með kvöldsveifluna í mjaðmirnar.

Hvað finnst þér best við Granda101?
-Að maður þurfi að leggja egóið á skóhilluna.

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101?
-Þegar ég var að ryksuga salinn í fyrsta sinn og setti mína tónlist í kerfið. Palli var einn í heiminum með dúndrandi gott í gangi.

Langar þig að læra einhverja sérstaka æfingu?
-Það er rógburður einn að ég geti tekið upphýfingu, veit ekki hver byrjaði á þessari sögu en mér er ekki skemmt. Nei grín, það er enginn að pæla í því. Upphýfingar!

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? 
-Kannski að brjótast inn í sweatshops í LA til þess að hjálpa fórnarlömbum mansals. Risky business.

Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur?
-Ég hef búið á Hólmavík, í Köln, Kaliforníu og Osló. Kaninn er náttúrulega klikkaður. Þegar ég var nýflutt fór ég í búð, rauð eins og karfi eftir sólina, og ég fann að það var e-r ókunnug kona að smyrja á mig after sun. Önnur sem bauð mér far í hellidembu: “You wanna ride, honey? Don't worry, I'm a grandma, I won't hurt you”

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?
-Ég er soddan Vestfjarðaperri. Fór þá endilanga á puttanum í sumar.

Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? 
-Organisti

Ef þú gætir ferðast hvert sem er, hvert myndirðu fara og hvað myndir þú vilja gera þar? 
-Ég myndi bara fara til Serbíu eða eitthvað, bara til þess að vinna hjörtu þjóðarinnar. Beita öllum brögðum og koma til baka með gott fanbase þar í landi.

Hvernig er hinn fullkomni dagur fyrir þér? 
-Nýir sokkar - spil – Ísafjarðardjúp – berjamó - hengirúm – vinir – öl.

Ef þú yrðir fræg fyrir eitthvað, hvað væri það? 
-Spjallþáttastjórnandi í Serbíu sýnist mér.
STARFSMANNAKYNNING • Sara Bjarnason - 27 ára - Móttaka • Hvað ertu búin að vinna hér lengi? -Í svona klukkutíma og korter Hvers vegna byrjaðir þú að vinna hér? -Það hentaði vel með skólanum og svo elska ég stemninguna í iðnaðarhúsum. Háklassa æfingaraðstaða líka. Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna? -18:30, rólegt, fámennt og fólk komið með kvöldsveifluna í mjaðmirnar. Hvað finnst þér best við Granda101? -Að maður þurfi að leggja egóið á skóhilluna. Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? -Þegar ég var að ryksuga salinn í fyrsta sinn og setti mína tónlist í kerfið. Palli var einn í heiminum með dúndrandi gott í gangi. Langar þig að læra einhverja sérstaka æfingu? -Það er rógburður einn að ég geti tekið upphýfingu, veit ekki hver byrjaði á þessari sögu en mér er ekki skemmt. Nei grín, það er enginn að pæla í því. Upphýfingar! Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? -Kannski að brjótast inn í sweatshops í LA til þess að hjálpa fórnarlömbum mansals. Risky business. Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? -Ég hef búið á Hólmavík, í Köln, Kaliforníu og Osló. Kaninn er náttúrulega klikkaður. Þegar ég var nýflutt fór ég í búð, rauð eins og karfi eftir sólina, og ég fann að það var e-r ókunnug kona að smyrja á mig after sun. Önnur sem bauð mér far í hellidembu: “You wanna ride, honey? Don't worry, I'm a grandma, I won't hurt you” Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? -Ég er soddan Vestfjarðaperri. Fór þá endilanga á puttanum í sumar. Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? -Organisti Ef þú gætir ferðast hvert sem er, hvert myndirðu fara og hvað myndir þú vilja gera þar? -Ég myndi bara fara til Serbíu eða eitthvað, bara til þess að vinna hjörtu þjóðarinnar. Beita öllum brögðum og koma til baka með gott fanbase þar í landi. Hvernig er hinn fullkomni dagur fyrir þér? -Nýir sokkar - spil – Ísafjarðardjúp – berjamó - hengirúm – vinir – öl. Ef þú yrðir fræg fyrir eitthvað, hvað væri það? -Spjallþáttastjórnandi í Serbíu sýnist mér.
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Ragnheiður Kristinsdóttir - 43 ára
•
Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? 
- Ég mætti skjálfandi á beinum fljótlega eftir að Grandi101 opnaði árið 2017. Vinkonur mínar stungu upp á að við myndum prófa CrossFit (ég hélt að þær væru ekki með öllum mjalla) en áður vorum við búnar að vera saman í Jane Fonda-leikfimi en vildum eitthvað meira krefjandi. Til að gera langa sögu stutta kolféll ég fyrir fólkinu, hreyfingunni, fjölbreyttum æfingum og andanum sem ríkir á stöðinni.

Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna sá tími?
- Ég mæti oftast seinni part dags, eftir vinnu, en mér finnst frábært að mæta í hádeginu líka ef ég kemst þá. Það stjórnast af stundatöflunni minni (ég er kennari) og/eða fjölskylduskutli seinnipart dags.

Hvað finnst þér best við Granda101?
- Grandafjölskyldan, þjálfarar, iðkendur og heilbrigð lífssýn sem eigendur leggja upp með og miðla til iðkendanna. Þessi jákvæða orka og persónulega nálgun smitast til þeirra sem sækja stöðina heim. Ég sem kennari hef tileinkað mér ýmislegt sem ég hef lært á Granda; jákvæða og uppbyggilega orðræðu - allir gera sitt besta á sínum eigin forsendum og reyna að vera „besta útgáfan af sjálfum sér“ - og ekkert annað. Svo hef ég líka kennt nemendum Power Snatch á spænsku, en það er önnur saga 🙂  

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101?
- Það er kannski ekki uppáhaldsminning - frekar eftirminnilegur tími - eða eftirköst hans… Ætli það hafi ekki verið annar eða þriðji tíminn minn á Granda. Ég hafði aldrei haldið um stöng, hafði aldrei stundað lyftingar, æft með lóðum eða ketilbjöllum. En, ein af æfingum dagsins þann dag var Barbell Single Leg Squat. Það er skemmst frá því að segja að ég gerði mitt (þóttist vera með sæmilegan fótastyrk þó 20+ ár væru frá því að ég lagði handboltaskóna á hilluna). Æfingin gekk bara ágætlega (ég man ekki þyngd) en eftir æfinguna skalf ég svo í fótunum að ég gat varla keyrt heim! Ég náði varla að stíga kúplinguna niður og var dauðhrædd um að þurfa að hringja heim til að láta sækja mig, haha.
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Ragnheiður Kristinsdóttir - 43 ára • Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Ég mætti skjálfandi á beinum fljótlega eftir að Grandi101 opnaði árið 2017. Vinkonur mínar stungu upp á að við myndum prófa CrossFit (ég hélt að þær væru ekki með öllum mjalla) en áður vorum við búnar að vera saman í Jane Fonda-leikfimi en vildum eitthvað meira krefjandi. Til að gera langa sögu stutta kolféll ég fyrir fólkinu, hreyfingunni, fjölbreyttum æfingum og andanum sem ríkir á stöðinni. Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna sá tími? - Ég mæti oftast seinni part dags, eftir vinnu, en mér finnst frábært að mæta í hádeginu líka ef ég kemst þá. Það stjórnast af stundatöflunni minni (ég er kennari) og/eða fjölskylduskutli seinnipart dags. Hvað finnst þér best við Granda101? - Grandafjölskyldan, þjálfarar, iðkendur og heilbrigð lífssýn sem eigendur leggja upp með og miðla til iðkendanna. Þessi jákvæða orka og persónulega nálgun smitast til þeirra sem sækja stöðina heim. Ég sem kennari hef tileinkað mér ýmislegt sem ég hef lært á Granda; jákvæða og uppbyggilega orðræðu - allir gera sitt besta á sínum eigin forsendum og reyna að vera „besta útgáfan af sjálfum sér“ - og ekkert annað. Svo hef ég líka kennt nemendum Power Snatch á spænsku, en það er önnur saga 🙂   Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? - Það er kannski ekki uppáhaldsminning - frekar eftirminnilegur tími - eða eftirköst hans… Ætli það hafi ekki verið annar eða þriðji tíminn minn á Granda. Ég hafði aldrei haldið um stöng, hafði aldrei stundað lyftingar, æft með lóðum eða ketilbjöllum. En, ein af æfingum dagsins þann dag var Barbell Single Leg Squat. Það er skemmst frá því að segja að ég gerði mitt (þóttist vera með sæmilegan fótastyrk þó 20+ ár væru frá því að ég lagði handboltaskóna á hilluna). Æfingin gekk bara ágætlega (ég man ekki þyngd) en eftir æfinguna skalf ég svo í fótunum að ég gat varla keyrt heim! Ég náði varla að stíga kúplinguna niður og var dauðhrædd um að þurfa að hringja heim til að láta sækja mig, haha.