Samningur og skilmálar við kaup á kortum í Grandi101
Dags: {date}
Ég, {customer_name},
kt: {customer_ssn},
netfang: {customer_email},
hér eftir meðlimur, óska eftir að gera samning vegna kaupa á korti,
{product_name},
hjá Grandi101. Kortið veitir meðlimi fullan aðgang að opnum tímum hjá Grandi101 frá og með dagsetningu þessa samnings.
Skilmálar
Við gerð þessa samnings þarf meðlimur að greiða fyrstu greiðslu við fyrstu mánaðarmót eftir að áskrift er stofnuð og svo mánaðarlega eftir það, eða þar til allar greiðslur hafa verið greiddar. Greiðslurnar eru skuldfærðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Velji meðlimur að dreifa greiðslu greiðir hann einnig kostnað vegna innheimtu. Sé ekki staðið við greiðslur á gjalddaga mun lögbundinn innheimtukostnaður og dráttarvextir leggjast á gjaldið sem meðlimur þarf að greiða.
Grandi101 skuldbindur sig til að hafa í boði þá tíma og þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma og veita meðlimi aðgang að opnum tímum sem Grandi101 býður upp á, svo lengi sem pláss leyfir. Kortið veitir ekki aðgang að lokuðum tímum eða námskeiðum.
Meðlimur kemur og æfir í Grandi101 á eigin ábyrgð og heitir því að ganga snyrtilega um stöðina. Meðlimur ber ábyrgð á fjármunum sínum. Meðlimi er ekki heimilt að framselja kort sitt og sérstök athygli er vakin á að kort sem er í greiðsludreifingu er tímabundinn samningur sem ekki er hægt að segja upp á samningstímanum.
Uppsagnir skulu berast skriflega á netfangið grandi101@grandi101.is
Meðlimur hefur kynnt sér efni þessa samnings og samþykkir hann.
________________________________________
Undirskrift