UnglingaFit sumarnámskeið
19.990kr.
Sumarnámskeið sem stendur yfir í 4 vikur og er ætlað unglingum á aldrinum 12-15 ára (7.-10. bekkur). Námskeiðið hefst fimmtudaginn 9. júní og stendur til og með 5. júlí (þriðjudagur). Æfingarnar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-15:00 en einnig verður í boði að mæta í almenna tíma á laugardögum og sunnudögum. Á námskeiðinu verður bætt við þá kunnáttu sem unglingarnir hafa þegar öðlast í UnglingaFit en sérstök áhersla verður á tækni í ólympískum lyftingum auk þess sem farið verður í alls konar leiki og einblínt á það sem mikilvægast er – að hafa gaman í góðum og heilbrigðum félagsskap.
Þjálfari: Melkorka Sverrisdóttir.
Verð: 19.990kr
Nánari upplýsingar á namskeid@grandi101.is
Á lager