Grunnnámskeið

Næsta námskeið er 3. – 26.október.

Grunnnámskeiðið okkar er fjögurra vikna námskeið fyrir þau sem vilja koma sér skynsamlega af stað í lokuðum hópi undir leiðsögn reyndra þjálfara. Grunnnámskeið henta líka mjög vel fyrir þau sem eru að koma sér af stað eftir pásu eða meiðsli, fyrir þau sem vilja fara aftur ofan í grunninn á æfingatækni, eða þau vilja fara varlegar í sakirnar af hvaða ástæðu sem er. Hjá okkur eru öll velkomin. 

Á námskeiðinu er farið vel í allar undirstöðuæfingar til að fá sem bestan undirbúning fyrir opna tíma. Við lærum að fara með lyftingastöng, ketilbjöllur, teygjur og lóð svo við verðum örugg í okkar þjálfun og minnka líkurnar á meiðslum. 

Þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum í stöðinni á meðan á námskeiðinu stendur. 

Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:10 – 19:10.

Þjálfarar: Jakobína Jónsdóttir og Grétar Ali Khan

Skráning er bindandi.