Konur – leið að betri líðan
Næsta námskeið hefst mánudagin 12. september – 5. október 2022.
4 vikna námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja koma sér skynsamlega af stað í lokuðum hópi undir handleiðslu reyndra þjálfara.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á aukinn liðleika, jafnvægi, stöðugleika, styrk og úthald og þar með góðan undirbúning fyrir allar þær hreyfingar sem við framkvæmum í okkar daglega lífi. Æfingarnar taka mið af þörfum hópsins hverju sinni þar sem hver og ein getur unnið eftir eigin getu í góðum félagsskap og þátttakendur fá að kynnast þeirri vellíðan sem fylgir því að hreyfa sig skynsamlega. Tímarnir eru byggðir upp á fjölbreyttan hátt en hefjast alltaf á góðri upphitun og enda á slökun og teygjum.
Æfingar fara fram á Granda101 á mánudögum og miðvikudögum kl. 11:00-12:00.
Þjálfarar eru Elín og Jakobína Jónsdætur.
Innifalið:
Þjálfun 2x í viku
Aðgangur að lokuðum Facebook hóp sem inniheldur fróðleik (m.a. um mataræði) og hvetjandi pósta.
Aðgengi að þjálfurum í gegnum tölvupóst.
Aðgengi í stöðina og opna tíma.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.