Um okkur

Líkamsræktarstöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51, á gamla Grandanum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Aðstaðan skiptist í tvo stóra sali á neðri hæð og einn minni á efri hæð. Sérstakt rými fyrir teygjur má einnig finna á efri hæð.

Salirnir okkar hafa að geyma allan þann útbúnað sem til þarf að stunda þær fjölbreyttu æfingar sem við bjóðum upp á. 

Á efri hæð hússins eru rúmgóðar sturtur með snyrtiaðstöðu. 

Kaffi, próteinhristingur, teip og annað smálegt fæst í afgreiðslu. Við seljum líka íþróttafatnað frá Nike merktan okkur.

Mjög gott aðgengi er að stöðinni. Strætó nr. 14 stoppar beint fyrir utan og það er líka nóg af bílastæðum. 

Kíktu á salina okkar

Hreystissalur

Þreksalur

Við erum hér