Heilsurækt og samfélag

Á Grandi101 er boðið uppá þrenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101 og Styrk101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Áhersla er lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og síðast en ekki síst skemmtilegu samfélagi.

Æfingastöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51 í 101 Reykjavík. Gott aðgengi er að stöðinni og nóg af bílastæðum.
Stöðin í heild sinni er rúmir 1.000m2 og eru húsakynnin og aðstaðan í kring eins og best verður á kosið.

Sjálf æfingaraðstaðan skiptist í tvo stóra sali og einn minni sem hafa að geyma allan þann útbúnað sem þarf til að stunda þær fjölbreyttu æfingar sem eru í boði.

Be The Best You

Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og skemmtilegu samfélagi. Hjá okkur verður áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.

Hreysti101

Áhersla er lögð á lyftingar (ólympískar- og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar, hjól o.s.frv.

Þrek101

Áhersla er lögð á úthaldsæfingar og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól o.s.frv.

STYRKUR101

Áhersla er lögð á alhliða styrk. Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. 

 

Við erum hér