Æfingastöðin Grandi101

Á Grandi101 er boðið uppá þrenns konar þjálfunarmöguleika (tíma) – Hreysti101, Þrek101 og Styrk101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum. Áhersla er lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og síðast en ekki síst skemmtilegu samfélagi.

Æfingastöðin Grandi101 er staðsett á Fiskislóð 49-51 í 101 Reykjavík. Gott aðgengi er að stöðinni og nóg af bílastæðum.
Stöðin í heild sinni er rúmir 1.000m2 og eru húsakynnin og aðstaðan í kring eins og best verður á kosið.

Sjálf æfingaraðstaðan skiptist í tvo stóra sali og einn minni sem hafa að geyma allan þann útbúnað sem þarf til að stunda þær fjölbreyttu æfingar sem eru í boði.

Be The Best You

Við viljum aðstoða fólk við að verða besta útgáfan af sjálfu sér með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og skemmtilegu samfélagi. Hjá okkur verður áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun.

Hreysti101

Áhersla er lögð á lyftingar (ólympískar- og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar, hjól o.s.frv.

Þrek101

Áhersla er lögð á úthaldsæfingar og einfaldar styrktaræfingar. Notast er við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól o.s.frv.

STYRKUR101

Áhersla er lögð á alhliða styrk. Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. 

 

Instagram

MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Elías Kristjánsson - 30…………og 18 ára
•
Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina?
- Hef æft frá des 2018 kom hingað þar sem þetta er stutt frá heimili og vinnu.

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími?
- Þetta ár hef ég verið að mæta mest í hádeginu en var áður að mæta 16:30 sem ég geri stundum enn og svo helst kl 9 um helgar 

Hvað finnst þér best við Granda101? 
- Stutt fyrir mig að fara, fjölbreyttar æfingar ( amk eftir Covid🤣 ) félagsskapur frá öllum innan stöðvarinnar, þjálfarar sem eru til í að leiðbeina og eru jafnframt vakandi fyrir nýjungum og hlusta á hvaða æfingar mættu koma inn og ekki má gleyma starfsmönnum í móttöku og eigendunum sem er alltaf gaman að hitta.

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101?
- Þegar ég byrjaði fannst mér æfingarnar of stuttar og upphitunin taka of mikið pláss miðað við þar sem ég æfði áður en ég sá fljótlega að þetta er frábær samsetning og kemur í veg fyrir meiðsli sem voru að hrjá mig áður. 

Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu?
- Ég og æfingarfélagi minn Bjarki (kynntumst í Granda) höfum stundum tekið ákveðið þema í að læra eða bæta okkur í einhverju ákveðnu og höfum tekið strict upphífingar, labbað á höndun, double under, skriðsundsnámskeið (náðum að synda 1 km undir 24 mín). En til að svara upphaflegri spurningu, þá er ég núna að reyna núna að tengja beat swing í toes to bar og kipping push ups. Og síðast en ekki síst ná að komast á topp 10 mætingalistann 2021.

Ef þú fengir algjörlega að ráða því, hvað myndir þú mæta oft á viku á æfingu?
- Fullkomið æfingarprógramm væri eitthvað á þessa leið: 4-5 xí tíma á Granda, 1-2 x sund, Hot joga 2 x, Fjallahjólreiðar 2-4 x

Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur?
- 5 stöðum, Bolungarvík sem er minn uppeldisstaður er eftirminnilegastur.

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?
- Hálendið, Þórsmörk 

Hvers saknaðirðu mest í samkomubanninu?
- Að komast ekki til útlanda.
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Elías Kristjánsson - 30…………og 18 ára • Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Hef æft frá des 2018 kom hingað þar sem þetta er stutt frá heimili og vinnu. Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? - Þetta ár hef ég verið að mæta mest í hádeginu en var áður að mæta 16:30 sem ég geri stundum enn og svo helst kl 9 um helgar Hvað finnst þér best við Granda101? - Stutt fyrir mig að fara, fjölbreyttar æfingar ( amk eftir Covid🤣 ) félagsskapur frá öllum innan stöðvarinnar, þjálfarar sem eru til í að leiðbeina og eru jafnframt vakandi fyrir nýjungum og hlusta á hvaða æfingar mættu koma inn og ekki má gleyma starfsmönnum í móttöku og eigendunum sem er alltaf gaman að hitta. Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? - Þegar ég byrjaði fannst mér æfingarnar of stuttar og upphitunin taka of mikið pláss miðað við þar sem ég æfði áður en ég sá fljótlega að þetta er frábær samsetning og kemur í veg fyrir meiðsli sem voru að hrjá mig áður. Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? - Ég og æfingarfélagi minn Bjarki (kynntumst í Granda) höfum stundum tekið ákveðið þema í að læra eða bæta okkur í einhverju ákveðnu og höfum tekið strict upphífingar, labbað á höndun, double under, skriðsundsnámskeið (náðum að synda 1 km undir 24 mín). En til að svara upphaflegri spurningu, þá er ég núna að reyna núna að tengja beat swing í toes to bar og kipping push ups. Og síðast en ekki síst ná að komast á topp 10 mætingalistann 2021. Ef þú fengir algjörlega að ráða því, hvað myndir þú mæta oft á viku á æfingu? - Fullkomið æfingarprógramm væri eitthvað á þessa leið: 4-5 xí tíma á Granda, 1-2 x sund, Hot joga 2 x, Fjallahjólreiðar 2-4 x Hvað hefur þú búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? - 5 stöðum, Bolungarvík sem er minn uppeldisstaður er eftirminnilegastur. Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? - Hálendið, Þórsmörk Hvers saknaðirðu mest í samkomubanninu? - Að komast ekki til útlanda.
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Hrafn Harðarson - 39 ára
•
Hvað ertu búinn að æfa hér lengi og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina?
- Rúm 3 ár núna. Fannst flott framtak að opna stöð í hverfinu og þegar ég var komin á endastöð í Tabata tímum í WC ákvað ég að prófa og heillaðist strax

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími?
- Eftir vinnu (16:30/17:30) eða í hádeginu 11:30. Á meðan ég neyðist ekki til að rífa mig á lappir kl. 6 til að ná rækt innan dagsins þá held ég mig við þessa tíma

Hvað finnst þér best við Granda101?
- Hugmyndafræðin að hver og einn sé fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig og að stöðin sé aðallega hugsuð fyrir venjulegt fólk í hverfinu frekar en keppnisfólk endilega. Svo er staðsetningin fullkomin í 4 min. fjarlægð frá heimili og vinnu

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101?
- Skíðaferðin í feb ’20 með frábærum hópi stendur upp úr

Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu?
- Er aðallega að vinna í að ná upp fyrri styrk eftir heimsfaraldur og minna í því að læra nýjar æfingar, en væri nice að verða betri í MU á slánni einn daginn

Við hvað starfar þú? Kostir og gallar?
- Viðskiptastjóri í útlánastarfsemi til stærri fyrirtækja í Landsbankanum. Gaman þar með góðu fólki

Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór?
- Slökkviliðsmaður, mér fannst svo gaman að horfa á hús brenna

Er e-ð sérstakt sem þú gerir reglulega sem þér finnst hafa góð áhrif á heilsuna þína?
- Mæti á æfingar og af og til í sund. Í báðum tilfellum er maður án símans og þetta er svona mín hugleiðsla í amstri dagsins

Þín helsta fyrirmynd og af hverju?
- Það er helst Rúna amma mín sem kemur upp í hugann. M.a. því hún er svo skemmtileg, vitur og lausnarmiðuð

Uppáhalds dýr?
- Mandla kisan okkar, þó að hún virðist vera smá greindarskert og hafa unnið skemmdarverk á heimilinu fyrir nokkur hundruð þúsund

Uppáhalds bíómynd?
- Flugdrekahlauparinn, hún er allavega sú vanmetnasta

Ertu oftast of seinn eða of snemma?
- Seinn, því miður

Uppáhalds æfing?
- HSPU og ganga á höndum, örfá skref

Þrek, Styrkur eða Hreysti?
- Allt saman, en mæti oftast í Hreysti
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Hrafn Harðarson - 39 ára • Hvað ertu búinn að æfa hér lengi og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Rúm 3 ár núna. Fannst flott framtak að opna stöð í hverfinu og þegar ég var komin á endastöð í Tabata tímum í WC ákvað ég að prófa og heillaðist strax Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? - Eftir vinnu (16:30/17:30) eða í hádeginu 11:30. Á meðan ég neyðist ekki til að rífa mig á lappir kl. 6 til að ná rækt innan dagsins þá held ég mig við þessa tíma Hvað finnst þér best við Granda101? - Hugmyndafræðin að hver og einn sé fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig og að stöðin sé aðallega hugsuð fyrir venjulegt fólk í hverfinu frekar en keppnisfólk endilega. Svo er staðsetningin fullkomin í 4 min. fjarlægð frá heimili og vinnu Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? - Skíðaferðin í feb ’20 með frábærum hópi stendur upp úr Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? - Er aðallega að vinna í að ná upp fyrri styrk eftir heimsfaraldur og minna í því að læra nýjar æfingar, en væri nice að verða betri í MU á slánni einn daginn Við hvað starfar þú? Kostir og gallar? - Viðskiptastjóri í útlánastarfsemi til stærri fyrirtækja í Landsbankanum. Gaman þar með góðu fólki Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? - Slökkviliðsmaður, mér fannst svo gaman að horfa á hús brenna Er e-ð sérstakt sem þú gerir reglulega sem þér finnst hafa góð áhrif á heilsuna þína? - Mæti á æfingar og af og til í sund. Í báðum tilfellum er maður án símans og þetta er svona mín hugleiðsla í amstri dagsins Þín helsta fyrirmynd og af hverju? - Það er helst Rúna amma mín sem kemur upp í hugann. M.a. því hún er svo skemmtileg, vitur og lausnarmiðuð Uppáhalds dýr? - Mandla kisan okkar, þó að hún virðist vera smá greindarskert og hafa unnið skemmdarverk á heimilinu fyrir nokkur hundruð þúsund Uppáhalds bíómynd? - Flugdrekahlauparinn, hún er allavega sú vanmetnasta Ertu oftast of seinn eða of snemma? - Seinn, því miður Uppáhalds æfing? - HSPU og ganga á höndum, örfá skref Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Allt saman, en mæti oftast í Hreysti
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Rebekka Hafþórsdóttir - 30 ára
•
Hvað ertu búin að æfa hér lengi og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina?
- Ég fór á grunnnásmkeið í jan 2019 hjá Núma og hef ekki farið annað síðan. Var búin að vera æfa lengi í World Class og var spinning í miklu uppáhaldi en langaði að prófa eitthvað nýtt. Vinkonur mínar Helma og Snæfríður byrjuðu að æfa á Granda og hvöttu mig til að koma og prófa, sem ég gerði og sé svo sannarlega ekki eftir því.

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími?
- 11:30 er uppáhalds æfingatíminn minn, er best þá orkulega séð og hef fulla orku allan daginn eftir æfinguna. 

Hvað finnst þér best við Granda101? 
- Fyrir utan hvað þjálfararnir eru frábærir og metnaðarfullir þá heillar mig mest að maður sé ekki að keppa við neinn nema sjálfan sig. Hraði eða þyngd skiptir ekki máli, bara að þú hreyfir þig skynsamlega og rétt til þess að líða betur líkamlega og andlega. 

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101?
- Fyrsta árshátíðin hjá Granda var geggjuð. Ég man hvað það var skrítið að sjá alla í fínum fötum en ekki æfingafötum.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu?
- Fyrir utan að prófa köfun þá var það líklega að fæða dóttir mína!

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?
- Á Vestfirði, fallegasti staður Íslands

Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn?
- Ég æfði jazzballet í 10 ár

Við hvað starfar þú? Kostir og gallar?
- Er akkúrat núna að njóta fæðingarorlofsins með Ísabellu minni en starfa annars sem lyfjafræðingur í Apótekaranum í Austurveri. Kostirnir eru hvað mér finnst gaman að vinna við það sem ég hef áhuga á, að hjálpa fólki og aðstoða með lyfjaráðgjöf og allt skemmtilega samstarfsfólkið sem ég vinn með. Helsti gallinn er að maður er oft eini lyfjafræðingurinn á vakt og fylgir því mikið álag og ábyrgð. 

Uppáhalds litur?
- Fjólublár

Uppáhalds dýr?
- Hundar, þeir eru svo miklir karakterar

Gamli eða nýi ísinn?
- Nýi ísinn, allt með rjóma er best

Ertu oftast of sein eða snemma?
- Snemma 

Uppáhalds æfing?
- Clean og deadlift

Þrek, Styrkur eða Hreysti?
- Hreysti og Þrek
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Rebekka Hafþórsdóttir - 30 ára • Hvað ertu búin að æfa hér lengi og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Ég fór á grunnnásmkeið í jan 2019 hjá Núma og hef ekki farið annað síðan. Var búin að vera æfa lengi í World Class og var spinning í miklu uppáhaldi en langaði að prófa eitthvað nýtt. Vinkonur mínar Helma og Snæfríður byrjuðu að æfa á Granda og hvöttu mig til að koma og prófa, sem ég gerði og sé svo sannarlega ekki eftir því. Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? - 11:30 er uppáhalds æfingatíminn minn, er best þá orkulega séð og hef fulla orku allan daginn eftir æfinguna. Hvað finnst þér best við Granda101? - Fyrir utan hvað þjálfararnir eru frábærir og metnaðarfullir þá heillar mig mest að maður sé ekki að keppa við neinn nema sjálfan sig. Hraði eða þyngd skiptir ekki máli, bara að þú hreyfir þig skynsamlega og rétt til þess að líða betur líkamlega og andlega. Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? - Fyrsta árshátíðin hjá Granda var geggjuð. Ég man hvað það var skrítið að sjá alla í fínum fötum en ekki æfingafötum. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? - Fyrir utan að prófa köfun þá var það líklega að fæða dóttir mína! Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? - Á Vestfirði, fallegasti staður Íslands Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn? - Ég æfði jazzballet í 10 ár Við hvað starfar þú? Kostir og gallar? - Er akkúrat núna að njóta fæðingarorlofsins með Ísabellu minni en starfa annars sem lyfjafræðingur í Apótekaranum í Austurveri. Kostirnir eru hvað mér finnst gaman að vinna við það sem ég hef áhuga á, að hjálpa fólki og aðstoða með lyfjaráðgjöf og allt skemmtilega samstarfsfólkið sem ég vinn með. Helsti gallinn er að maður er oft eini lyfjafræðingurinn á vakt og fylgir því mikið álag og ábyrgð. Uppáhalds litur? - Fjólublár Uppáhalds dýr? - Hundar, þeir eru svo miklir karakterar Gamli eða nýi ísinn? - Nýi ísinn, allt með rjóma er best Ertu oftast of sein eða snemma? - Snemma Uppáhalds æfing? - Clean og deadlift
 Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Hreysti og Þrek
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Tara Sif Khan - 30 ára í næsta mánuði!
 •
 Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? 
- Æfði 2018-2019, datt svo aðeins út og byrjaði aftur núna í janúar. Kemur ekki til greina að æfa annars staðar þegar bróðir þinn er einn af eigendum stöðvarinnar!  

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? 
- 16:30 eða 17:30 – Er að vinna 9-17

Hvað finnst þér best við Granda101? 
- Mér finnst Grandi101 þægilegri en margar aðrar stöðvar og líkamsræktir sem ég hef verið í áður. Er ekki mikil keppnismanneskja og þrífst illa í umhverfi þar sem allt snýst um að vera framúrskarandi eða best/ur. Þarna er bara fólk á öllum aldri í allskonar formi að mæta fyrir sig sjálft og gera æfingarnar eftir sinni eigin getu og mér finnst það alveg frábært.

Hvað hefurðu búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? 
- Ég hef búið á þremur stöðum og Brighton stendur alltaf uppúr.

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? 
- Til Vestmannaeyja

Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? 
- Var í samkvæmisdönsum og handbolta svona lengst.

Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það?
- Ég er afbrotagreinir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir eru að ég vinn við eitthvað sem ég menntaði mig í og hef brennandi áhuga á. Ókostirnir eru klárlega að maður sér oft margt ljótt í þessu starfi og sum málin geta reynt á sálina – en þá er rosa gott að komast á æfingu á Granda og hreinsa aðeins hugann.

Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? 
- Lögfræðingur því þeir fá að tala svo mikið.

Þín helsta fyrirmynd og af hverju? 
- Mamma mín af því hún er góðhjörtuð, skemmtileg og klár og tekur þyngra í deadlift en ég.

Ertu með sturlaða staðreynd um þig? 
- Ég hef aldrei komið á Austurland
 
Uppáhalds litur? 
- Fjólublár

Uppáhalds dýr? 
- Mörgæsir

Uppáhalds ofurhetja? 
- Súperman

Gamli eða nýi ísinn? 
- Hvorugur – Huppu sveitaísinn er lang bestur!

Ertu oftast of sein eða of snemma? 
- Sein – fjölskyldu minni til mikils ama

Þrek, Styrkur eða Hreysti? 
- Þrek!
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Tara Sif Khan - 30 ára í næsta mánuði!  •  Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Æfði 2018-2019, datt svo aðeins út og byrjaði aftur núna í janúar. Kemur ekki til greina að æfa annars staðar þegar bróðir þinn er einn af eigendum stöðvarinnar!   Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? - 16:30 eða 17:30 – Er að vinna 9-17 Hvað finnst þér best við Granda101? - Mér finnst Grandi101 þægilegri en margar aðrar stöðvar og líkamsræktir sem ég hef verið í áður. Er ekki mikil keppnismanneskja og þrífst illa í umhverfi þar sem allt snýst um að vera framúrskarandi eða best/ur. Þarna er bara fólk á öllum aldri í allskonar formi að mæta fyrir sig sjálft og gera æfingarnar eftir sinni eigin getu og mér finnst það alveg frábært. Hvað hefurðu búið á mörgum stöðum og hver þeirra var eftirminnilegastur? - Ég hef búið á þremur stöðum og Brighton stendur alltaf uppúr. Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? - Til Vestmannaeyja Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? - Var í samkvæmisdönsum og handbolta svona lengst. Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það? - Ég er afbrotagreinir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir eru að ég vinn við eitthvað sem ég menntaði mig í og hef brennandi áhuga á. Ókostirnir eru klárlega að maður sér oft margt ljótt í þessu starfi og sum málin geta reynt á sálina – en þá er rosa gott að komast á æfingu á Granda og hreinsa aðeins hugann. Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? - Lögfræðingur því þeir fá að tala svo mikið. Þín helsta fyrirmynd og af hverju? - Mamma mín af því hún er góðhjörtuð, skemmtileg og klár og tekur þyngra í deadlift en ég. Ertu með sturlaða staðreynd um þig? - Ég hef aldrei komið á Austurland   Uppáhalds litur? - Fjólublár Uppáhalds dýr? - Mörgæsir Uppáhalds ofurhetja? - Súperman Gamli eða nýi ísinn? - Hvorugur – Huppu sveitaísinn er lang bestur! Ertu oftast of sein eða of snemma? - Sein – fjölskyldu minni til mikils ama Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Þrek!