Hreysti 101

Í Hreysti er áhersla lögð á styrk og úthald. Við vinnum með ólympískar lyfingar og kraftlyftingar, fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir, lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðarvélar, hjól, teygjur og upphífingar. Þetta er tæknilega erfiðasti tíminn okkar. 

Umsagnir

„Síðan ég byrjaði að mæta í Hreysti hef ég öðlast meira þrek en ég gat ímyndað mér, Bónuspokar og stigar eru einhvernveginn miklu léttari“

Þrek 101

Áhersla er lögð á styrk og úthald í Þrekinu og meira unnið með eigin líkamsþyngd, liðleikaæfingar og einfaldari styrktaræfingar heldur en í Hreystinu. Við notum ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól og allt mögulegt. Engin stöng er notuð í þessum tímum og sem hentar bæði byrjendum, og þeim sem ekki hafa áhuga á stangaræfingum. 

Umsagnir

„Ég elska Þrek því ég get í alltaf stillt æfingarnar af þannig að ekkert verður of þungt eða of létt. Tabata á laugardögum er í sérstöku uppáhaldi, alltaf frábær stemming!“

Styrkur 101

Vilt þú læra að dedda?  Í Styrkur 101 leggjum við áherslu á allar mögulegar gerðir af lyftingum, bæði kraftlyfingar og ólympískar. Tímarnir henta öllum því það gefst góður tími til að fara vel ofan í tækniatriðin eða bæta þyngdir, eftir þörfum.

Umsagnir

„Styrkur er leyndarmál þessarar stöðvar. Æfingarnar á rólegu tempói og það skapast gott rými til þess að læra og bæta sig með lyftingastöng. Fræðandi tímar og góðir kennarar.“

Open Gym

Það er nóg pláss fyrir eigin þjálfun á Grandanum og hægt að nota báða salina sem eru fullbúnir þegar tímar eru ekki í gangi.

Við bjóðum upp á áskrift sem gildir eingöngu fyrir Open Gym