Velkomin á Grandi101

Á Grandi101 er áhersla lögð á fagmennsku, persónulega þjónustu og skynsemi í þjálfun. Þrenns konar þjálfunarmöguleikar (tímar) eru í boði – Hreysti101, Þrek101 og Styrkur101 og hafa meðlimir aðgang að öllum tímum

Um okkur kaupa kort

Ein áskrift - aðgangur að öllum tímum

á döfinni

Fylgstu með okkur á Instagram

MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Eva Huld Dagsdóttir - 19(.96) ára
• 
Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina?
- Byrjaði að æfa CF fyrir 3 árum en er búin að æfa út á Granda í rúmlega ár. Ég var búin að heyra góða hluti um stöðina og síðan er Grandi miklu nær mér og tekur enga stund að skella sér á æfingu.

Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna sá tími?
- Mæti oftast seinni partinn 16:30 eða 17:30 en mjög næs að mæta af og til í hádegistímana þegar ég er ekki í skólanum.

Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? 
- Langar sjúklega mikið að ná Ring MU!! 

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu?
- Líklega teygjustökk út á Krít þar síðasta sumar

Hvað hjálpar þér að halda geðheilsunni í samkomubanninu?
- Finnst mjög mikilvægt að halda áfram í hreyfingu þó Grandi sé búinn að vera mikið lokaður og taka heimaæfingarnar. Nýta tímann í útivist og fara í fjallgöngur og út að hlaupa eða hjóla og finna einhver ný áhugamál.

Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? 
- Æfði fimleika í 6ár og frjálsar þangað til ég byrjaði í CF

Ertu með sturlaða staðreynd um þig?
- Fæ alltaf mikil viðbrögð þegar ég segist aldrei hafa farið á KFC🤷‍♀️

Uppáhalds ofurhetja?
- Víðir, Alma og Þórólfur eru uppáhalds ofurhetjurnar mínar (Og þeir sem mæta kl 06:00 á æfingu)

Pylsa eða pulsa?
 - Hef því miður ekki sterka skoðun á því😆

Ertu oftast of sein eða of snemma?
- Oftar of sein, viðurkenni það en er að vinna í því:)

Uppáhalds æfing/hreyfing?
- Strict eða kipping Handstand pushup er mjög ofarlega 

Þrek, Styrkur eða Hreysti?
- Hreysti en styrkur þegar það er bekkpressa😍
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Eva Huld Dagsdóttir - 19(.96) ára • Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Byrjaði að æfa CF fyrir 3 árum en er búin að æfa út á Granda í rúmlega ár. Ég var búin að heyra góða hluti um stöðina og síðan er Grandi miklu nær mér og tekur enga stund að skella sér á æfingu. Klukkan hvað mætirðu oftast? Hvers vegna sá tími? - Mæti oftast seinni partinn 16:30 eða 17:30 en mjög næs að mæta af og til í hádegistímana þegar ég er ekki í skólanum. Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? - Langar sjúklega mikið að ná Ring MU!! Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? - Líklega teygjustökk út á Krít þar síðasta sumar Hvað hjálpar þér að halda geðheilsunni í samkomubanninu? - Finnst mjög mikilvægt að halda áfram í hreyfingu þó Grandi sé búinn að vera mikið lokaður og taka heimaæfingarnar. Nýta tímann í útivist og fara í fjallgöngur og út að hlaupa eða hjóla og finna einhver ný áhugamál. Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? - Æfði fimleika í 6ár og frjálsar þangað til ég byrjaði í CF Ertu með sturlaða staðreynd um þig? - Fæ alltaf mikil viðbrögð þegar ég segist aldrei hafa farið á KFC🤷‍♀️ Uppáhalds ofurhetja? - Víðir, Alma og Þórólfur eru uppáhalds ofurhetjurnar mínar (Og þeir sem mæta kl 06:00 á æfingu) Pylsa eða pulsa? - Hef því miður ekki sterka skoðun á því😆 Ertu oftast of sein eða of snemma? - Oftar of sein, viðurkenni það en er að vinna í því:) Uppáhalds æfing/hreyfing? - Strict eða kipping Handstand pushup er mjög ofarlega Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Hreysti en styrkur þegar það er bekkpressa😍
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Skúli Hakim Thoroddsen Mechiat - 43 ára
• 
Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? 
- Ég byrjaði í LifeFit hjá Daníel í Júní. Ég var búinn að vera fjarri allri líkamsrækt síðan 2013 og hafði í millitíðinni skemmt hásin og svona eitthvað. Ég á vin sem æfir á Granda101 sem stakk upp á Lifefit námskeiðinu fyrir mig. Í sannleika sagt ætlaði ég að vera löngu byrjaður en maður býr sér endalaust til afsakanir 😊
 
Klukkan hvað mætirðu oftast? 
- Ég hef yfirleitt mætt í 11.30 tímana. Það er henntugasti tíminn fyrir okkur skötuhjúin til að mæta saman. Þessi tími er hins vegar ekki beint niður nelgdur enda er skemmtilegra að velja námskeiðið sem maður vill fara á heldur en velja tíma.
 
Hvað finnst þér best við Granda101? 
- Það er margt hægt að nefna enda er stöðin frábær. T.d. eru þjálfararnir framúrskarandi. Hver með sinn stíl en allir framúrskarandi. Einnig má nefna að meðlimir stöðvarinnar eru allar tegundir manneskja, hver með sínar áherslur. Auðvelt fyrir lúsablesa eins og mann sjálfann að fitta inn. Það sem verður hins vegar að teljast best við stöðina er að innan hennar hefur myndast samfélag sem býður mann velkominn frá fyrsta degi. Það hefur verið mikil hvatning fyrir mig og vegna þess hve ég var lengi frá allri hreyfingu, naut ég mjög góðs af þeirri hvatningu.
 
Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? 
- Það væri alger draumur að mastera Snatch. Ég er mjög hrifinn af tæknilegum æfingum og mér finnst skemmtilegt að kunna svoleiðis. Ég á hins vegar langt í land 😊 Já svo langar mig líka að læra að gera Muscle up… (líka langt í land þar hahaha)
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? 
- Það er úr gríðarlega mörgu að velja 😊 Eitt sinn, á unglingsárum, hoppaði ég út úr bíl á ferð. Mjög hressandi fyrir utan að ég skemmdi jakkann minn. Svo tók ég nú þátt í Idol stjörnuleit einu sinni… er það ekki pínu klikkað?
 
Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?  
- Það er frábært að ferðast á Íslandi. Ég á marga uppáhaldsstaði. Efst á lista er samt Ísafjörður. Ég er wanabe Ísfirðingur.
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Skúli Hakim Thoroddsen Mechiat - 43 ára • Hvað ertu búinn að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Ég byrjaði í LifeFit hjá Daníel í Júní. Ég var búinn að vera fjarri allri líkamsrækt síðan 2013 og hafði í millitíðinni skemmt hásin og svona eitthvað. Ég á vin sem æfir á Granda101 sem stakk upp á Lifefit námskeiðinu fyrir mig. Í sannleika sagt ætlaði ég að vera löngu byrjaður en maður býr sér endalaust til afsakanir 😊   Klukkan hvað mætirðu oftast? - Ég hef yfirleitt mætt í 11.30 tímana. Það er henntugasti tíminn fyrir okkur skötuhjúin til að mæta saman. Þessi tími er hins vegar ekki beint niður nelgdur enda er skemmtilegra að velja námskeiðið sem maður vill fara á heldur en velja tíma.   Hvað finnst þér best við Granda101? - Það er margt hægt að nefna enda er stöðin frábær. T.d. eru þjálfararnir framúrskarandi. Hver með sinn stíl en allir framúrskarandi. Einnig má nefna að meðlimir stöðvarinnar eru allar tegundir manneskja, hver með sínar áherslur. Auðvelt fyrir lúsablesa eins og mann sjálfann að fitta inn. Það sem verður hins vegar að teljast best við stöðina er að innan hennar hefur myndast samfélag sem býður mann velkominn frá fyrsta degi. Það hefur verið mikil hvatning fyrir mig og vegna þess hve ég var lengi frá allri hreyfingu, naut ég mjög góðs af þeirri hvatningu.   Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? - Það væri alger draumur að mastera Snatch. Ég er mjög hrifinn af tæknilegum æfingum og mér finnst skemmtilegt að kunna svoleiðis. Ég á hins vegar langt í land 😊 Já svo langar mig líka að læra að gera Muscle up… (líka langt í land þar hahaha)   Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert í lífinu? - Það er úr gríðarlega mörgu að velja 😊 Eitt sinn, á unglingsárum, hoppaði ég út úr bíl á ferð. Mjög hressandi fyrir utan að ég skemmdi jakkann minn. Svo tók ég nú þátt í Idol stjörnuleit einu sinni… er það ekki pínu klikkað?   Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?   - Það er frábært að ferðast á Íslandi. Ég á marga uppáhaldsstaði. Efst á lista er samt Ísafjörður. Ég er wanabe Ísfirðingur.
MEÐLIMUR VIKUNNAR
•
Jóhanna Helgadóttir - 43 ára
• 
Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? 
- Á þriðjudeginum eftir opnun var ég mætt 11:45. Ég var buin að bíða eftir kraftaverki í fæðingarorlofi að einhver góð stöð myndi opna í Vesturbænum og heyrði svo að til stæði að opna þessa og beið bara spennt. Grandi101 hefur staðið undir væntingum og rúmlega það. 

Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? 
- Kl. 6 en hádegistímarnir eru að koma sterkir inn í bland. Hentar mér vel með vaktavinnu og stór plús hvað það er skemmtilegt fólk. 

Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? 
- Þegar ég klifraði upp kaðal í fyrsta skipti á ævinni til dæmis og fyrsta upphífingin, ein af fáum reyndar😬

Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? 
- Væri svo til í að ná DU og jafnvel standa á höndum

Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi?
- Neskaupstaður og nágrenni, Hellisfjörður, Viðfjörður og Mjóifjörður eru mikið uppáhalds. 

Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? 
- Eins og 99% Norðfirðinga prófaði ég blak á unglingsaldri

Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það? 
- Ég er hjúkrunarfræðingur á deild 13EG á Landspítalanum. Kosturinn er auðvitað hvað hjúkrun er skemmtileg, gallarnir eru eitthvað með laun og eitthvað með álag en Grandi101 heldur geðheilsunni réttum megin. 

Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? 
- Búðakona að stimpla inn í búðakassa og verðmerkja vörur með verðmiðabyssu

Uppáhalds dýr? 
- Rjúpa

Uppáhalds bíómynd? 
- Þarf að komast að því hvort það sé ennþá Underground eftir Emir Kusturica. Hef sofnað yfir öllum myndum síðan hún kom út. 

Kl hvað ferðu vanalega að sofa? 
- Of seint

Pylsa eða pulsa? 
- Pylsa

Ertu oftast of sein eða of snemma? 
- Á réttum tíma... þegar það er mikilvægt

Þrek, Styrkur eða Hreysti? 
- Allt
MEÐLIMUR VIKUNNAR • Jóhanna Helgadóttir - 43 ára • Hvað ertu búin að æfa lengi á Granda101 og hvers vegna ákvaðstu að prófa stöðina? - Á þriðjudeginum eftir opnun var ég mætt 11:45. Ég var buin að bíða eftir kraftaverki í fæðingarorlofi að einhver góð stöð myndi opna í Vesturbænum og heyrði svo að til stæði að opna þessa og beið bara spennt. Grandi101 hefur staðið undir væntingum og rúmlega það. Klukkan hvað mætirðu oftast ? Hvers vegna sá tími? - Kl. 6 en hádegistímarnir eru að koma sterkir inn í bland. Hentar mér vel með vaktavinnu og stór plús hvað það er skemmtilegt fólk. Áttu þér uppáhalds minningu frá Granda101? - Þegar ég klifraði upp kaðal í fyrsta skipti á ævinni til dæmis og fyrsta upphífingin, ein af fáum reyndar😬 Langar þig að læra einhverja sérstaka hreyfingu? - Væri svo til í að ná DU og jafnvel standa á höndum Hvert finnst þér skemmtilegast að ferðast á Íslandi? - Neskaupstaður og nágrenni, Hellisfjörður, Viðfjörður og Mjóifjörður eru mikið uppáhalds. Æfðir þú einhverjar íþróttir sem barn eða áður en þú byrjaðir á Granda? - Eins og 99% Norðfirðinga prófaði ég blak á unglingsaldri Við hvað starfar þú? Kostir og gallar við það? - Ég er hjúkrunarfræðingur á deild 13EG á Landspítalanum. Kosturinn er auðvitað hvað hjúkrun er skemmtileg, gallarnir eru eitthvað með laun og eitthvað með álag en Grandi101 heldur geðheilsunni réttum megin. Sem barn, hvað vildirðu verða þegar þú varðst stór? - Búðakona að stimpla inn í búðakassa og verðmerkja vörur með verðmiðabyssu Uppáhalds dýr? - Rjúpa Uppáhalds bíómynd? - Þarf að komast að því hvort það sé ennþá Underground eftir Emir Kusturica. Hef sofnað yfir öllum myndum síðan hún kom út. Kl hvað ferðu vanalega að sofa? - Of seint Pylsa eða pulsa? - Pylsa Ertu oftast of sein eða of snemma? - Á réttum tíma... þegar það er mikilvægt Þrek, Styrkur eða Hreysti? - Allt

Æfing dagsins

25.10.2020
CREW101
Metcon
A. Alt Intervals, 30 sec on : 30 sec off x 30 min
A1. Strict BearCrawl
A2. Thrusters
A3. Joystick
A4. Romanian Deadlift
A5. Hang Power Clean
*Weight on the barbell = empty barbell