Skip to content
Krakkafit
Hefst 9. janúar – 17. maí 2023
Fjölbreytt og skemmtileg líkamsrækt fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára (3.-6. bekkur). Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15:30-16:30.
Markmiðið er að kynna alhliða æfingaform fyrir krökkum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu. Áhersla er lögð á líkamsvitund, góða líkamsstöðu, styrk, úthald og liðleika. Þeir sem hafa nú þegar grunn halda áfram að byggja ofan á hann.
ATH! Takmarkaður fjöldi plássa í boði og því er skráning bindandi.
Mikilvægt er að setja inn upplýsingar um barn (nafn og kt.) ásamt upplýsingum um annað foreldri (nafn, kt. og símanúmer) með skráningu.
Þeir sem eru búsettir í Reykjavík og vilja nýta Frístundastyrkinn geta ráðstafað honum í gegnum neðangreindan link og sent afrit af reikningi á elin@grandi101.is
https://www.sportabler.com/shop/grandi101