Hefst 2. febrúar (þriðjudagur) – 20. maí (fimmtudagur) 2021.
Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 12-16 ára (7.-10. bekk) og verður kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.30-16:30.
Markmiðið námskeiðsins er að kynna alhliða æfingar fyrir unglingum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu. Áhersla er lögð á líkamsvitund, góða líkamsstöðu, styrk, úthald og liðleika. Þau börn sem hafa nú þegar grunn halda áfram að byggja ofan á hann.
Ath! Hægt er að nýta frístundastyrkinn. ,,Þeir sem eru búsettir í Reykjavík og vilja nýta Frístundastyrkinn greiða uppsett verð í gegnum heimasíðuna og við endurgreiðum Frístundastyrkinn þegar honum hefur ráðstafað til okkar. Mikilvægt er að hafa samband í gegnum namskeid@grandi101.is og láta vita ef það er ætlunin svo við getum fengið tilsettar upplýsingar.”