MÖMMUFIT
Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 3.- 29.ágúst 2022.
Tímarnir eru ætlaðir nýbökuðum mæðrum sem vilja koma sér skynsamlega af stað eftir meðgöngu undir handleiðslu reyndra þjálfara í góðum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á styrktaræfingar þar sem allur líkaminn er tekinn fyrir- en byrjað er á öndun og grindarbotns- og innri kviðæfingum áður en farið er í meira krefjandi æfingar. Einnig eru hinar ýmsu þolæfingar teknar í bland. Markviss prógrammering og tímar sem skila árangri. Litlu krílin eru að sjálfsögðu velkomin með og góð aðstaða fyrir þau bæði inni og fyrir utan húsið. Aðgangur að opnum tímum fylgir með námskeiði.
Tímarnir fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 10:00-11:00. Skráningar á namskeid@grandi101.is.
Þjálfarar: Elín og Jakobína Jónsdætur