MömmuFit
Næsta námskeið fer fram 1. mars – 27. mars 2023
ATH! Fullt er á febrúarnámskeiðið
Tímarnir eru ætlaðir nýbökuðum og verðandi mæðrum en æfingarnar miðast að þeim breytingum sem líkaminn verður fyrir bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Með það í huga er sérstök áhersla lögð á grindarbotns- og djúpvöðvaæfingar og farið yfir hvernig rétt öndun skiptir höfuðmáli í þessum æfingum. Uppsetning æfinga er þrískipt eftir dögum – grindarbotn og djúpvöðvar, styrkur og úthald. Æfingarnar byrja ávallt á góðri upphitun og enda á teygjum og/eða slökun.
Litlu krílin eru að sjálfsögðu velkomin með og góð aðstaða er fyrir þau bæði inni og fyrir utan húsið.
Þjálfarar eru Elín og Jakobína Jónsdætur sem báðar hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Aðgangur að opnum tímum fylgir með námskeiði.
Tímarnir fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 09:30-10:30.